7526. Kristín ÞH 55 ex Kristín HU 219. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2024. Strandveiðibáturinn Kristín ÞH 55 kom til Húsavíkur í dag en veiðar mega hefjast 2. maí nk. Kristín er gerð út af Möðruvöllum ehf. á Akureyri en er með heimahöfn á Raufarhöfn þaðan sem hún hefur jafnan verið gerð út. Hér má lesa nánar … Halda áfram að lesa Kristín ÞH 55
Month: apríl 2024
Bjarni Ásmundar RE 12
978. Bjarni Ásmundar RE 12 ex Bjarni Ásmundar ÞH 320. Ljósmynd Jón Páll Ásgeirsson. Bjarni Ásmundar RE 12 á toginu en það var Bás hf. í Reykjavík sem gerði hann út. Upphaflega Siglfirðingur SI 150 sem smíðaður var fyrir Siglfirðing hf. á Siglufirði árið 1964 í Ulsteinsvik í Noregi. Tímamótaskip en hann var fysrta íslenska … Halda áfram að lesa Bjarni Ásmundar RE 12
Guðmundur Kristinn SU 404
1000. Guðmundur Kristinn SU 404 ex Flosi ÍS 15. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson. Guðmundur Kristinn SU 404 var gerður út frá Fáskrúðsfirði um árabil en eigandi hans var Pólarsíld hf. þar í bæ. Guðmundur Kristinn SU 404 hét áður Flosi ÍS 15 en upphaflega hét hann Seley SU 10 og var frá Eskifirði. Smíðaður í Flekkefjørd … Halda áfram að lesa Guðmundur Kristinn SU 404
Seifur fór með Treville í togi til Akureyrar
IMO 9815331. Treville. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2024. Hafnsögubáturinn Seifur frá Akureyri kom til Húsavíkur snemma í morgun þeirra erinda að sækja hollenska flutningaskipið Treville. Treville hefur legið við Norðurgarðinn í Húsavíkurhöfn í tæpar tvær vikur eða allt frá því varðskipið Freyja kom með það vélarvana í togi til Húsavíkur að kveldi 16. apríl sl. Frekari … Halda áfram að lesa Seifur fór með Treville í togi til Akureyrar
Wilson Hirthsals
IMO 9240251. Wilson Hirthsals ex Tejo Alges. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2024. Flutningaskipið Wilson Hirthsals kom til Húsavíkur í morgun en skipið er með hráefnisfarm fyrir kísilver PCC á Bakka. Skipið siglir undir fána Barbados og er heimahöfn þess í Bridgetown. Winston Hirthsals var smíðað í Búlgaríu árið 2001 og bar áður nöfnin Parma og Tejo … Halda áfram að lesa Wilson Hirthsals
Björg VE 5
338. Björg VE 5 ex Skrúður SU 410. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson. Björg VE 5 var smíðuð í Svíþjóð árið 1943 og var 63 brl. að stærð en ytra bar báturinn nafnið Santos. Báturinn var keyptur til Íslands árið 1946 og fékk nafnið Skrúður SU 410 og heimahöfn Eskifjörður. Kaupandi Jóhann Hansen sem átti bátinn fjögur … Halda áfram að lesa Björg VE 5
Emilía AK 67
2367. Emilía AK 57 ex Bangsi BA 137. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2012. Emilía AK 57 er hér að færa sig til í Akraneshöfn sumarið 2012 en upphaflega hét báturinn Bangsi BA 337. Bangsi var smíðaður árið 1999 hjá Trefjum í Hafnarfirð fyrir Þórsberg ehf. á Tálknafirði. Báturinn var lengdur árið 2003 og um tíma árið 2007 … Halda áfram að lesa Emilía AK 67
Frosti ÞH 229
2433. Frosti ÞH 229 ex Frosti VE 144. Ljósmynd Siggi Davíðs 2024. Steinunn SF 10 og Frosti ÞH 229 mættust fyrir utan Þorlákshöfn á dögunum og þá tók Siggi Davíðs þessa mynd en hann er skipverji á Steinunni. Frosti var smíðaður í Kína árið 2000 og hét upphaflega Björn RE 79. Síðar Smáey VE 144, Frosti … Halda áfram að lesa Frosti ÞH 229
Arnar ÁR 55
1056. Arnar ÁR 55 ex Skálafell ÁR 155. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2012. Arnar ÁR 55 kom til löndunar á Húsavík að morgni 1. júní árið 2012 og þá var þessi mynd tekin. Arnar hét upphaflega Ísleifur VE 63 og var smíðaður í Noregi árið 1967. Hér má lesa nánar um bátinn sem fór í pottinn … Halda áfram að lesa Arnar ÁR 55
Von RE 3
1857. Von RE 3 ex Jóka RE 3. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2005. Von RE 3 siglir hér til hafnar í Reykjavík í marsmánuði árið 2005. Bátinn smíðaði Kristján Júlíus Guðmundsson skipasmiður í Stykkishólmi árið 1987 og fékk hann nafnið Mar SH 118. Bátruinn var tæplega 10 brl. að stærð og var smíðaður fyrir Breka hf. … Halda áfram að lesa Von RE 3









