964. Narfi VE 108 ex Gissur hvíti HU 35. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson. Narfi VE 108 hét upphaflega Bára SU 526 frá Fáskrúðsfirði og var í eigu Árna Stefánssonar. Síðar var hann seldur 1972 Garðari Magnússyni í Ytri-Njarðvík og varð báturinn, sem smíðaður er Þrándheimi í Noregi 1964, þá Bára GK 24. Silfurnes hf. á Hornafirði … Halda áfram að lesa Narfi VE 108
Month: mars 2024
Sæþór við Snæfellsnes um árið
1291. Sæþór EA 101 ex Votaberg SU 14. Ljósmynd Alfons Finnsson. Sæþór EA 101 frá Árskógssandi á siglingu við Snæfellsnes um árið en G. Ben ehf. gerði bátinn út. Báturinn hét upphaflega Jón Helgason ÁR 12 og var smíðaður í Skipasmíðastöð Marselíusar Bernharðssonar hf. á Ísafirði árið 1973. Um bátinn má lesa nánar hér. Með … Halda áfram að lesa Sæþór við Snæfellsnes um árið
Akurey RE 6
233. Akurey RE 6. Ljósmynd Pétur Jónasson. Akurey RE 6 kemur hér til Húsavíkur á síldarárunum og afli greinilega góður. Akurey var smíðuð í Noregi fyrir Hraðfrystistöðina í Reykjavík og kom ný til landsins í júní árið 1964. Smíðin fór fram hjá Ankerlökken Verft A/S í Florø en báturinn var smíðaður eftir teikningu Hjálmars R. … Halda áfram að lesa Akurey RE 6
Sigurfari ST 30
1916. Sigurfari ST 30 ex Sigurfari ÓF 30. Ljósmynd Jón Páll Ásgeirsson. Rækjuskipið Sigurfari ST 30 frá Hólmavík siglir hér til hafnar í Reykjavík um árið og Jón Páll fangaði það á filmu. Sigurfari hét upphaflega Stafnes KE 130 og var smíðað í Kolvereid í Noregi árið 1988 fyrir Keflvíkinga. Skipið er 34,72 metrar að … Halda áfram að lesa Sigurfari ST 30
Öxarnúpur ÞH 162
1538. Öxarnúpur ÞH 162 ex Eldhamar II GK 14. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Öxarnúpur ÞH 162 frá Raufarhöfn kemur hér til hafnar á Húsavík um árið en hann var í eigu Jökulls hf. á árunum 1992 til 2004. Öxarnúpur hét upphaflega Tjaldur SU 115 og var smíðaður árið 1979 hjá Trésmíðaverkstæði Austurlands hf. á Fáskrúðsfirð. Báturinn, sem var … Halda áfram að lesa Öxarnúpur ÞH 162
Hrönn ÞH 36
2450. Hrönn ÞH 36. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2003. Hér koma feðgarnir Ingólfur H. Árnason og Sigmar Ingólfsson að landi á Hrönn ÞH 36 þann 17. mars árið 2003. Hrönn ÞH 36 var smíðuð hjá Trefjum árið 2000 fyrir Ingólf en haustið 2006 kaupa Jón Ólafur Sigfússon og Hörður Eiríksson bátinn og nefna Eika Matta ÞH 301. … Halda áfram að lesa Hrönn ÞH 36
Kleppsvík
984. Kleppsvík ex Jötunn. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2003. Kleppsvík RE var á Húsavík haustið 2003 og var þessi mynd tekin þá en unnið var að dýpkun í höfninni. Upphaflega hét báturinn Jötunn og var smíðaður árið 1965 fyrir Reykjavíkurhöfn. Smíðin fór fram í Stálvík og hafði báturinn, sem var 27 brl. að stærð, smíðanúmer 4 … Halda áfram að lesa Kleppsvík
Hinni
1547. Hinni ÞH 70 ex Sveinn Sveinsson BA 325. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2006. Rækjubáturinn Hinni ÞH 70 kemur hér að landi á Húsavík þann 29. júní árið 2006. Hinni ÞH 70 hét upphaflega Neisti HU 5 og var smíðaður í Básum hf. í Hafnarfirði árið 1979. Hann er 24 brl. að stærð og heitir Draumur … Halda áfram að lesa Hinni
Jón Steingrímsson RE 7
973. Jón Steimgrímsson RE 7 ex Straumnes RE 7. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2006. Jón Steingrímsson RE 7 liggur hér í Dalvíkurhöfn í febrúarmánuði árið 2006. Þegar þarna var komið við sögu átti báturinn eftir um tvö ár á íslenskri skipaskrá en hann fór í pottinn árið 2008. Upphaflega hét báturinn Dagfari ÞH 40 og var … Halda áfram að lesa Jón Steingrímsson RE 7
Eyrún EA 155
1094. Eyrún EA 155 ex Fosti II ÞH 220. Ljósmynd Alfons Finnsson. Eyrún EA 155 var gerð út frá Hrísey á fyrrihluta tíunda áratugs síðustu aldar en hér er hún á vetrarvertíð á Breiðafirði. Báturinn var smíðaður í Skipasmíðastöðinni Dröfn hf. Hafnarfirði og lauk smíði hans árið 1969 en þá voru sjö ár síðan smíðin … Halda áfram að lesa Eyrún EA 155









