
Akurey RE 6 kemur hér til Húsavíkur á síldarárunum og afli greinilega góður.
Akurey var smíðuð í Noregi fyrir Hraðfrystistöðina í Reykjavík og kom ný til landsins í júní árið 1964.
Smíðin fór fram hjá Ankerlökken Verft A/S í Florø en báturinn var smíðaður eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar.
Akurey RE 6 var 251 brl. að stærð búin 660 hestafla Lister aðalvél. Hún var lengd í Noregi árið 1967 og mældist þá 281 brl. að stærð.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.