1506. Ingimundur SH 335 ex Heiðrún GK 505. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Ingimundur SH 335 frá Grundafirði kemur hér til hafnar í Reykjavík um árið en togarinn bar þetta nafn á árunum 2000 til 2004 Upphaflega hét togarinn Heiðrún ÍS 4 og var smíðuð árið 1978 í Skipasmíðastöð Marselíusar Bernharðssonar h/f á Ísafirði fyrir Völustein h/f … Halda áfram að lesa Ingimundur SH 335
Day: 12. mars, 2024
Jóhanna ÞH 280
6227. Jóhanna ÞH 280 ex Lúlli NK 29. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2007. Jóhanna ÞH 280 hét upphaflega Lúlli NK 29 og var smíðuð árið 1981 af Guðlaugi Einarssyni skipasmið á Fáskrúðsfirði. Báturinn var 3,38 brl. að stærð og smíðaður fyrir Einar Þorvaldsson og Þorvald Einarsson í Neskaupstað sem áttu bátinn í átta ár. Frá árinu 1991 … Halda áfram að lesa Jóhanna ÞH 280
Alfa SI 65
6798. Alfa SI 65 ex Aldan EA 87. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Alfa SI 65 var smíðuð hjá Trefjum í Hafnarfirði árið 1986 og hét upphaflega Friðþjófur RE 209. Síðar bar báturinn nöfnin Kristín RE 67, Kristín SU 190, Arnar III SH 95, Boði SH 62, Boði RE 10 og Aldan EA 87. Árið 2005 … Halda áfram að lesa Alfa SI 65


