Páll Jónsson GK 7

1030. Páll Jónsson GK 7 ex Goðatindur SU 57. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2013.

Hér heldur línuskipið Páll Jónsson GK 7 til veiða eftir löndun á Húsavík þann 15. október árið 2013.

Páll Jónsson GK 7 var smíðaður í Hollandi 1967 og hét upphaflega Örfirisey RE 14.

Síðar átti skipið eftir að heita Rauðsey AK 14, Björg Jónsdóttir ÞH 321, Arnþór EA 16, Goðatindur SU 57, Páll Jónsson GK 7 og GK 357

Að lokum Klettur GK 39 í eigu Skipaþjónustu Íslands en fór í brotajárn til Belgíu sumarið 2020.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd