Geiri Péturs ÞH 344

1207. Geiri Péturs ÞH 344 ex Sigurbergur GK 212. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson 1980.

Hér koma myndir af Geira Péturs ÞH 344 koma til hafnar á Húsavík vorið 1980 og ef ég man rétt var hann á grálúðuveiðum og línan var beitt um borð.

Geiri Péturs ÞH 344 var smíðaður í Slippstöðinni á Akureyri 1971 og hét upphaflega Sigurbergur GK 212.

Rétt er að geta þess að smíði Sigurbergs lauk ekki hjá Slippstöðinni, en hann var dreginn suður og fullgerður hjá Skipasmíðastöðinni Dröfn h.f. í Hafnarfirði. 

Korri h/f á Húsavík keypti Sigurberg GK 212 í upphafi árs 1980 og um það má lesa hér sem og afdrif bátsins.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd