
Þorsteinn Gíslason GK 2 er hér í slipp í Keflavík um árið, ca. 1986 minnir mig.
Keflavík var lengi heimahöfn bátsins sem upphaflega hét Árni Geir KE 31 og síðar Þorsteinn Gíslason KE 31.
Þorsteinn Gíslason var smíðaður í Þýskalandi 1959 og var 76 brl. að stærð. Hann fékk heimahöfn í Grindavík árið 1975 og varð þá GK 2.
Í upphafi árs 2009 fékk báturinn nafnið Arnar í Hákoti SH 37 og heimahöfnin Ólafsvík. Rúmlega ári síðar fær hann núverandi nafn Jökull SK 16 og heimahöfnin Sauðárkrókur.
Jökull hefur legið í Hafnarfjarðarhöfn í mörg herrans ár.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.