3046. Glaður SH 226. Ljósmynd Trefjar 2023. Sverrisútgerðin ehf. í Ólafsvík fékk nú á dögunum afhentan nýjan Cleopatra 33 bát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Gísli Marteinsson verður skipstjóri á bátnum sem hefur þegar hafið veiðar. Nýi báturinn heitir Glaður og er hann 9.9 metrar að lengd og mælist 11 brúttótonn. Báturinn leysir af hólmi … Halda áfram að lesa Ný Cleopatra 33 til Ólafsvíkur
Day: 28. desember, 2023
Geirfugl GK 66
88. Geirfugl GK 66 ex Héðinn ÞH 57. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Geirfuglinn úr Grindavík að manúera við Suðurgarðinn á Húsavík um miðjan níunda áratug síðustu aldar en báturinn var þetta sumar á úthafrækjuveiðum úti fyrir Norðurlandi. Upphaflega Héðinn ÞH 57 frá Húsavík og var smíðaður í Noregi árið 1960. Hér má lesa nánar um bátinn sem … Halda áfram að lesa Geirfugl GK 66
Gunnbjörn ÍS 302
1327. Gunnbjörn ÍS 302 ex Framnes ÍS 708. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2011. Skuttogarinn Gunnbjörn ÍS 302 kemur hér til hafnar á Húsavík vorið 2011 en hann var þá við úthafsrækjuveiðar. Upphaflega Framnes 1 ÍS 708, smíðaður fyrir Þingeyringa í Flekkefjord árið 1973. Á miða Hauks Sigtryggs segir: 1327....Framnes I. ÍS 708... TF-OH. IMO: 7325485. MMSI: … Halda áfram að lesa Gunnbjörn ÍS 302


