Donna

1175. Donna ST 4 ex Donna HU 4. Ljósmynd hafþór Hreiðarsson.

Rækjubáturinn Donna lætur hér úr höfn á Húsavík sumarið 1993 að mig minnir.

Og ef það er rétt munað hjá mér þá held ég að hún hafi verið HU 4. Sama ár verður Hún Donna ÍS 62.

Upphaflega hét báturinn Hafsúlan RE 77 og var smíðuð árið 1971 hjá Trésmiðju Austurlands á Fáskrúðsfirði.

Árið 1972 varð Hafsúlan SH 7, sami eigandi. Hún hefur síðan borið nöfnin Donna HU 4, Donna ST 4, Donna ÍS 62, Sigurbjörg ST 55, Donna ST 5, Donna SU 55 og Erna HF 25 frá árinu 2006.

Báturinn, sem í dag er skráður sem skemmtiskip er 25 brl. að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd