Dongeborg við Bökugarðinn

IMO:9163697. Dongeborg. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023. Hollenska flutningaskipið Dongeborg kom til Húsavíkur í gærkveldi eftir siglingu frá El Ferrol á norður Spáni. Farmur skipsins er trjábolir, tæplega 7000 tonn en það mun vera stærsti timburfarmur sem komið hefur til PCC á Bakka. Dongeborg, sem er 6,205 GT að stærð, var smíðað í Hollandi árið 1999. … Halda áfram að lesa Dongeborg við Bökugarðinn

Stokksey ÁR 40

1037. Stokksey GK 40 ex Dagfari GK 70. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2003. Stokksey ÁR 40 Hét upphaflega Dagfari ÞH 70 smíðaður fyrir Barðann hf. á Húsavík í Boizenburg í Austur-Þýskalandi.  Hann kom til heimahafnar á Húsavík 17, maí árið 1967. Árið 1977 er skráður eigandi Útgerðarfélagið Njörður hf. en Dagfari var lengst af ÞH 70 eða til … Halda áfram að lesa Stokksey ÁR 40