Maggi Jóns KE 77

1787. Maggi Jóns KE 77 ex Guðrún HF 172. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2005.

Maggi Jóns KE 77 kemur hér að landi í Sandgerði í marsmánuði árið 2005.

Báturinn hét upphaflega Stundvís ÍS 887 og var smíðaður í Stálvík í Garðabæ árið 1987. Heimahöfn Ísafjörður.

Báturinn hefur heitið nokkrum nöfnum í gegnum tíðina en hann hét Maggi Jóns árin 2004 – 2012 en þá fékk hann nafnið Eyji NK 4 sem hann ber enn þann dag í dag.

Önnur nöfn eru Linni SH 303 og Guðrún HF 172.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Færðu inn athugasemd