Bergvík VE 505

177. Bergvík VE 505 ex Fönix KE 177. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson.

Bergvík VE 505 á útleið frá Vestmannaeyjum um árið en báturinn var keyptur þangað vorið 1989.

Í frétt Morgunblasins 5. maí það ár sagði frá nýjum skipum sem bæst höfðu við flotann það vorið og þar segir m.a:

Bergvík VE hét áður Fönix og var gerður út frá Njarðvík. Sigurður Ingi Ingólfsson, úgerðarmaður, keypti Bergvík til Eyja, en Sigurður

Ingi gerir jafnframt út Sigurvík VE. Skipstjóri á Bergvík verður Magnús Ríkharðsson og mun báturinn verða gerður út til togveiða.

Bergvík var gerð út frá Eyjum í 3-4 ár en seld til Fáskrúðsfjarðar þar sem hún fékk nafnið Krossanes SU 5.

Báturinn var smíðaður í Noregi árið 1960og hét upphaflega Seley SU 10 frá Eskifirði.

Hefur borið nöfnin Seley SU 10, Jón Þórðarson BA 180, Guðmundur Kristján BA 80, Jón Ágúst GK 60, Jón Ágúst GK 360, Fönix KE 111, Bergvík VE 505, Krossanes SU 5, Stakkur VE 650, Surtsey VE 123, Adólf Sigurjónsson VE 182, Eykon RE 19, Adolf RE 182, Arnfríður Sigurðardóttir RE 14 og loks Fönix ST 177.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd