
Særós RE 207 var smíðuð árið 1987 af Guðlaugi Einarssyni skipasmið á Fáskrúðsfirði og var með smíðanúmer 12 hjá honum.
Særós var 10 brl. að stærð og um hana segir á aba.is:
Báturinn var smíðaður fyrir Kristinn S. Kristinsson, Kópavogi sem átti hann í tvö ár.
Frá árinu 1989 hét báturinn Valur RE-7, Reykjavík og seinna á sama ári var hann kominn með nafnið Húni ÍS-211, Bolungarvík. og það nafn bar báturinn þegar hann var felldur af skipaskrá 9. janúar 1995. Báturinn varð eldi að bráð á áramótabrennu 31. desember 1994.
Ekki langur líftími það en á myndinni liggur Særós utan á Guðbirni ÁR 34 við bryggju í Þorlákshöfn.
Guðbjörn, sem heitir Halldór afi GK 222 í dag, átti síðar eftir að bera nafnið Særós RE 207 um tíu ára skeið. (1995-2005)
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution