Þórir við bryggju á Vopnafirði

1236. Þórir SF 77 ex Þórir GK 251. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson. Reknetabáturinn Þórir SF 77 er hér í höfn á Vopnafirði um árið og liggur utan á Frey SF 20 sem liggur utan á Lyngey SF 61. Báturinn var smíðaður í Stálvík 1972 og hét upphaflega Þórir GK 251 og var í eigu samnefnds fyrirtækis. … Halda áfram að lesa Þórir við bryggju á Vopnafirði

Særós RE 207

1845. Særós RE 207. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Særós RE 207 var smíðuð árið 1987 af Guðlaugi Einarssyni skipasmið á Fáskrúðsfirði og var með smíðanúmer 12 hjá honum. Særós var 10 brl. að stærð og um hana segir á aba.is: Báturinn var smíðaður fyrir Kristinn S. Kristinsson, Kópavogi sem átti hann í tvö ár.  Frá árinu … Halda áfram að lesa Særós RE 207

Sigurborg SH 12

2740. Sigurborg SH 12 ex Vörður EA 748. Ljósmynd Sigurður Davíðsson 2023. Togbáturinn Sigurborg SH 12 kom til löndunar á Grundarfirði síðdegis í gær og tók Sigurður Davíðsson skipverji á Steinunni SF 10 þessamynd. Það er FISK Seafood ehf. sem gerir Sigurborgina út og samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins var aflinn um 73 tonn. Sigurborg var m.a. … Halda áfram að lesa Sigurborg SH 12

Villi Páls á Skjálfanda

7865. Villi Páls á Skjálfanda. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023. Eins og kom fram hér á síðunni í gær kom björgunarskipið Villi Páls kom til heimahafnar á Húsavík síðdegis í gær en það er í eigu Björgunarsveitarinnar Garðars. Villi Páls er frá bátasmiðjunni Rafnari og var skrokkur hans smíðaður af tyrkneskum undirverktökum bátasmiðjunnar eftir teikningu Rafnars.  … Halda áfram að lesa Villi Páls á Skjálfanda

Sigurvin á Skjálfanda

3024. Sigurvin á Skjálfanda í dag. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Björgunarskip Landsbjargar, Sigurvin, sigldi með Villa Páls nýjum báti Björgunarsveitarinnar Garðars yfir Skjálfanda í dag og að bryggju á Húsavík. Sigurvin kom til heimahafnar á Siglufirði í marsmánuði sl. en hann er einn þrettán báta sem Landsbjörg hyggst láta smíða fyrir sig í Finnlandi. Sigurvin er … Halda áfram að lesa Sigurvin á Skjálfanda

Villi Páls kom til heimahafnar á Húsavík í dag

7865. Villi Páls á siglingu á Skjálfanda. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023. Björgunarskipið Villi Páls kom til heimahafnar á Húsavík kl. 17 í dag en það er í eigu Björgunarsveitarinnar Garðars. Meira síðar. Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn. By clicking on the images you can view them … Halda áfram að lesa Villi Páls kom til heimahafnar á Húsavík í dag

Þröstur KE 51

363. Þröstur KE 51 ex Þröstur HF 51. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Þröstur KE 51 hét upphaflega Búðafell SU 90 og var smíðaður árið 1955 í Scheepswerf Kraaier skipasmíðastöðinni í Zaandam í Hollandi. Haukur Sigtryggur sendi miða: 0363....Búðafell SU 90... TF-QJ. MMSI: 251588110. Skipasmíðastöð: Scheepswerf Kraaier. Zaandam. 1956. 2022 = Brl: 80,6. BT: 92. NT: 27,6. … Halda áfram að lesa Þröstur KE 51