Þessar myndir af Særúnu EA 251 voru teknar á Dalvík í dag en báturinn tók þátt í sjóstangveiðimóti um helgina.
Særún EA 251 var keypt frá Fáskrúðsfirði í vor en báturinn hét áður Nanna Ósk II.
Það var Útgerðarfélagið Stekkjavík ehf. á Raufarhöfn sem lét smíða bátinn hjá Trefjum í Hafnarfirði og fékk hann nafnið Nanna Ósk II ÞH 133.
Báturinn, sem er af Cleopatra 38 gerð, var ásamt Nönnu Ósk ÞH 333 seldur Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði fyrir um tveim árum og fékk síðar einskennisstafina SU 90.
Sólrún ehf. á Árskógssandi keypti bátinn í vor og nefndi Særúnu EA 251.






Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution
