
Oddi hf. á Patreksfirði kynnti í dag kaup fyrirtækisins á línuskipinu Örvari SH 777 af Hraðfrystihúsi Hellisands hf.
Í tilkynningu á fésbókarsíðu fyrirtækisins segir:
Oddi hf Patreksfirði hefur náð samkomulagi við Hraðfrystihús Hellisands um kaup á línuskipinu Örvari SH 777
Skipið mun leysa Núp BA 69 frá og með næstu áramótum sem gerður hefur verið út á línu frá Odda síðan 1990. Núpur sem smíðaður var árið 1976 í Póllandi og er 237 rúmlestir að stærð, hefur þjónað Odda vel og verið mikið aflaskip. Örvar er um 4,5 metrum lengri og 1.5 metrum breiðari og er 410 rúmlestir. Örvar var smíðaður i Noregi í skipasmíðastöðinni Solstrand Slip & Baatbyggeri árið 1992. Skipið er mjög vel útbúið fyrir meðferð á hráefni og allur aðbúnaður er mjög góður fyrir áhöfnina.
Oddi hf hefur fyrst og fremst gert út á línu síðustu áratugi og byggt upp öflug viðskipti með línuveitt hráefni fyrir kröfuhörðustu markaðina og með kaupunum á Örvari hefur stefna félagsins verið mörkuð á sömu braut.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution