
Nú birtast hér tvær myndir af Gjafari VE 300 í Flatey á Skjálfanda sumarið 1965. (Miðað við framköllun myndanna) en þær eru úr einkasafni.
Þá fylgir ein mynd til, einnig tekin í Flatey, af Gjafar VE 300 sem var á undan þessum sem hér um ræðir. Um þann bát verður fjallað síðar.
Rafn Kristjánsson skipstjóri (1924-1972) var einn eigenda Gjafars en hann var Flateyingur, fæddist þar og ólst upp.
Gjafar VE 300 var smíðaður í Hollandi árið 1964 og mældist 249 brl. að stærð.
Árið 1972 er Gjafar seldur innan bæjar í Vestmannaeyjum en 22 febrúar strandaði báturinn við innsiglinguna til Grindavíkur. Áhöfnin bjargaðist en báturinn eyðilagðist með öllu á strandstað.


Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution
Sæll Hafþór. Þetta eru mjög fínar myndir af báðum skipunum,alltaf gaman að sjá þessi gömlu fallegu skip.
Líkar viðLíkar við