Dýpkunarskipið Sandfrakt

IMO 6602496. Sandfrakt ex Floyen.Ljósmynd Magnús Jónsson 2025. Færeyska dýpkunarskipið Sandfrakt hefur undanfarna daga verið að dýpka smábátahöfnina í Hafnarfirði. Skipið var smíðað í Søndeborg í Danmörku árið 1965 og hefur áður borið nöfnin Torshammer og Floyen. Sandfrakt er 47 metrar að lengd, breidd þess er níu metrar og það mælis 299 GT að stærð. … Halda áfram að lesa Dýpkunarskipið Sandfrakt

Brunnbáturinn Valur

3057. Valur ex Faeroy. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2025. Hér gefur að líat nýjan brunnbát Háafells ehf. sem ber nafnið Valur og er með heimahöfn á Ísafirði. Valur, sem áður bar nafnið Fareoy, var keyptur frá Chile en þar var hann í eigu útgerðarfyrirtækisins Friosur. Valur var smíðaður árið 1998 og er 499 GT að stærð. … Halda áfram að lesa Brunnbáturinn Valur

Ronja Carrier

IMO 9452311. Ronja Carrier. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2025. Seiðaflutningaskipið Ronja Carrier kom til Húsavíkur í dag en stoppaði stutt og er í þessum skrifuðu orðum á stími austur að Kópaskeri. Ronja Carrier var smíðuð í Aas-skipasmíðastöðinni í Vestnes, Noregi árið 2010 og hét upphaflega Oydrott. Skipið, sem siglir undir norskum fána og er með heimahöfn … Halda áfram að lesa Ronja Carrier

Poseidon EA 303

1412. Poseidon EA 303 ex Harðbakur EA 303. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2011. Hér liggur rannsóknarskipið Poseidon EA 303 við bryggju á Akureyri í aprílmánuði árið 2011. Harðbakur EA 303 var smíðaður í San Juan skammt frá San Sebastian á Norður-Spáni fyrir Útgerðarfélag Akureyringa h/f. Harðbakur, sem var síðastur Spánartogaranna sex af stærri gerðinni, kom til … Halda áfram að lesa Poseidon EA 303

Árni Friðriksson og Þórunn Þórðardóttir

2350. Árni Friðriksson HF 200 - 3045. Þórunn Þórðardóttir HF 300. Ljósmynd Magnús Jónsson 2025. Maggi Jóns tók þessa mynd fyrir stundu þegar hið nýja hafrannsóknarskip Íslendinga, Þórunn Þórðardóttir HF 300, kom úr sínum fyrsta leiðangri. Fyrir var við bryggju í Hafnarfirði hafrannsóknarskipið Árni Friðriksson HF 200 sem upphaflega var RE 200 og var smíðaður … Halda áfram að lesa Árni Friðriksson og Þórunn Þórðardóttir

Varðskipið Þór

2769. Þór. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2025. Varðskipið Þór lónaði í stutta stund utan við Grindavík í gær og flaug Jón Steinar drónanum út yfir hann. Eftir stutta stund setti hann á fulla ferð vestur fyrir Reykjanes en Jón Steinar náði þessum myndum áður. 2769. Þór. Ljósmyndir Jón Steinar Sæmundsson 2025. Með því að smella … Halda áfram að lesa Varðskipið Þór

Þórunni Þórðar og Bjarni Sæm í Hafnarfjarðarhöfn

1131. Bjarni Sæmundsson HF 30 ex RE 30 - 3045. Þórunn Þórðardóttir HF 300. Ljósmynd Jón Páll Ásgeirsson 2025. Hér liggja hafrannsóknarskipin Bjarni Sæmundsson HF 30 og Þórunn Þórðardóttir við bryggju í Hafnarfirði. Þórunn kom til hafnar í Hafnarfirði snemma í morgun en eins og áður hefur komið fram á síðunni leysir hún Bjarna Sæm … Halda áfram að lesa Þórunni Þórðar og Bjarni Sæm í Hafnarfjarðarhöfn

Þórunn Þórðardóttir HF 300

3045. Þórunn Þórðardóttir HF 300. Ljósmynd Magnús Jónsson 2025. Hafrannsóknarskipið Þórunn Þórðardóttir HF 300 er komið til heimahafnar í Hafnarfirði. Skipið var smíðað hjá Astilleros Armon Vigo S.A. á Spáni og er 2000 BT að stærð. Maggnús Jónsson tók þessa mynd af skipinu í dag en það leysir Bjarna Sæmundsson HF 30 af hólmi. Með … Halda áfram að lesa Þórunn Þórðardóttir HF 300

Varðskipið Freyja á Skagafirði

3011. V/S Freyja ex GH Endurance. Ljósmynd Jón Steinar 2025. Jón Steinar tók þessa mynd af varðskipinu Freyju í gær þar sem skipið lá fyrir akkeri fyrir mynni Hjaltadals inni á Skagafirði. Varðskipið Freyja er 86 metra langt og 20 metra breitt, smíðað árið 2010 og var keypt til Íslands árið 2021. Með því að smella … Halda áfram að lesa Varðskipið Freyja á Skagafirði