Knörrinn

306. Knörrinn ex Hrönn EA 258. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2026. Hér birtist mynd af Knerrinum sem tekin var í dag þar sem hún liggur við flotbryggju í Húsavíkurhöfn. Það hefur myndast frostskæni innst í höfninni sem snjóaði svo aðeins ofan á. Hér má finna sögu bátsins sem Norðursigling hefur gert út til hvalaskoðunar frá árinu 1995. Með því … Halda áfram að lesa Knörrinn

Sæfari TH 271

5525. Sæfari TH 271. Ljósmynd úr einkasafni. Hér gefur að líta Sæfara TH 271 í fjörunni framan við hafnarstéttina á Húsavík en bátinn, sem síðar varð ÞH 271, lét Héðinn Maríusson smíða fyrir sig í Hafnarfirði árið 1962. Sæfari var smíðaður í bátastöðinni Bárunni og var fjögur tonn að stærð og búinn 25 hestafla Guldner … Halda áfram að lesa Sæfari TH 271