Siggi Arnfjörð SH 247

7498. Siggi Arnfjörð SH 247 ex Lára SH 237. Ljósmynd Vigfús Markússon 2025.

Siggi Arnfjörð SH 247 hét upphaflega Vík SH 13 og var smíðaður hjá Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði árið 2001.

Báturinn var smíðaður fyrir  Útgerðarfélagið Kríli ehf. Grundarfirði en árið 2002 var báturinn seldur norður í land og fékk nafnið Sigurveig EA 527 með heimahöfn á Akureyri.

Árið 2008 fær báturinn nafnið Svanur EA 14 með heimahöfn í Hrísey og þar var hann til ársins 2022

Þá fékk báturinn nafnið Hringur SI 34 með heimahöfn á Siglufirði en árið síðar var hann kominn vestur í Ólafsvík undir nafninu Lára SH 237.

Það var svo sl. vor sem báturinn fékk nafnið Siggi Arnfjörð SH 247 og heimahöfnin Ólafsvík.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd