Jón Gunnlaugs GK 444

1204. Jón Gunnlaugs GK 444. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Jón Gunnlaugs GK 444 var smíðaður hjá Stálsmiðjunni í Reykjavík árið 1972 fyrir Miðnes h/f í Sandgerði.

Báturinn, sem var 104 brl. að stærð, var gerður út frá Sandgerði allt til þess að hann var seldur til Þorlákshafnar árið 2004. Báturinn var yfirbyggður árið 1988.

Í Þorlákshöfn var varð Jón Gunnlaugs ÁR 444 og árið 2013 var báturinn skráður á Hólmavík og varð ST 444.

Jón Gunnlaugs var seldur til Belgíu í niðurrif árið 2014.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd