Höfrungur III AK 250

1902. Höfrungur III AK 250 ex Polarborg II. Ljósmynd Vigfús Markússon.

Höfrungur III AK 250 var keyptur til Íslands frá Færeyjum og kom landsins í febrúar 1992.

Höfrungur III hét áður Polarborg II og var það Haraldur Böðvarsson hf. á Akranesi sem keypti skipið.

Togarinn var smíðaður árið 1988 hjá Sterkoder Mek. Verksted A/S í Kristiansund, Noregi.

Brim seldi Höfrung III úr landi sumarið 2020.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd