
Grundfirðingur SH 24 hét upphaflega Þorlákur ÁR 5 og var smíðaður hjá Stálvík í Garðabæ 1972 fyrir Meitilinn h/f í Þorlákshöfn.
Árið 1977 fékk hann nafnið Brimnes SH 257 og 1979 Rita NS 13, heimahöfn Vopnafjörður. Á vetrarvertíðinn 1982 er báturinn kominn til Hafnarfjarðar þar sem hann fék nafnið Hringur GK 18.
Í upphafi árs 2001 var báturinn keyptur til Grundarfjarðar, kaupandinn Soffanías Cesilsson hf., og fékk hann nafnið Grundfirðingur SH 24.
Báturinn var lengdur 1973, yfirbyggður 1985 og aftur lengdur 1990, þá var honum slegið út að aftan og skipt um brú 1990. Hann mælist 151 brl./255 BT að stærð. Aðalvél 775 hestafla Caterpillar frá 1998. Upphaflega var hann 105 brl. að stærð.
Sumarið 2019 keypti Hólmgrímur Sigvaldason bátinn og gaf honum nafnið Langanes GK 525 með heimahöfn í Njarðvík.
Langanes GK 525 var selt Saltveri ehf. árið 2002 og fékk nafnið Erling KE 140.
Báturinn fór í brotajárn erlendis árið 2023 eftir að Saltver keypti nýjan og stærri Erling KE 140.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.