Þorsteinn Gíslason GK 2

288. Þorsteinn Gíslason GK 2 ex Þorsteinn Gíslason KE 31. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Þorsteinn Gíslason GK 2 kemur hér að landi í Grindavík á vetrarvertíð um árið.

Báturinn hét upphaflega Árni Geir KE 31 og var smíðaður í Þýskalandi 1959

Árið 1970 fékk hann nafnið Þorsteinn Gíslason KE 31 og fimm árum síðar fékk hann GK 2 á kinnunginn og heimahöfnin í Grindavík.

Í upphafi árs 2009 fékk hann nafnið Arnar í Hákoti SH 37 og heimahöfnin Ólafsvík.  Rúmlega ári síðar fær hann núverandi nafn Jökull SK 16 og heimahöfnin Sauðárkrókur.

Jökull hefir legið í Hafnarfjarðarhöfn mörg undanfarin ár eins og sjá má hér.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd