Níels Jónsson EA 106

1357. Níels Jónsson EA 106 ex Arnarnes ÍS 133. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2004.

Níels Jónsson EA 106 frá Hauganesi kemur hér að landi á Húsavík vorið 2004 en hann var þá á netum.

Báturinn hét upphaflega Arnarnes ÍS 133 og var smíðaður hjá Bátasmiðjunni Vör hf. á Akureyri fyrir samnefnt fyrirtæki á Ísafirði. 

Hann var afhentur þann 2. mars árið 1974 en í nóvember sama ár var Arnarnes selt á Hauganes við Eyjafjörð. fékk nafnið Níels Jónsson EA 106. 

Kaupendur voru Gunnar Níelsson og synir hans Níels og Halldór og Arnarnesið fékk nafnið Níels Jónsson EA 106. 

Lesa má fróðleik um bátin á vefnum aba.is en hann er enn í eigu afkomenda Gunnars og gerður út til hvalaskoðunar á Eyjafirði. 

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd