
Örn KE 14 var smíðaður fyrir Sólbakka ehf. í Keflavík árið 1999 og fór smíðin fram hjá Crist skipasmíðastöðinni í Gdansk, Póllandi.
Báturinn, sem er 159 brúttótonn að stœrð, 8 metra breiður og um 22 metrar að lengd, leysti Haförn KE 14 af hólmi en sá bátur var smíðaður árið 1975.
Sólbakki ehf. gerði Örninn út til ársins 2016 en þá keypti Stakkavík í Grindavík bátinn, sem hafði verið GK 114 um skeið.
Snemma árs 2017 var hann seldur vestur á firði og fékk nafnið Ásdís ÍS 2.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.