Skálaberg ÞH 244

1053. Skálaberg ÞH 244 ex Kristbjörg II ÞH 244. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Skálaberg ÞH 244 kemur hér til hafnar á Húsavík um árið sem gæti verið ca. 1984 eða þar um bil.

Báturinn var smíðaður í Skipavík fyrir Korra h/f í Ólafsvík árið 1967 en keyptur til Húsavíkur í byrjun árs 1969. Kaupendur voru Olgeir Sigurgeirsson og synir hans Sigurður og Hreiðar. Hlutafélagið Korri h/f var keypt og báturinn fékk nafnið Kristbjörg ÞH 44

Þegar ný Kristbjörg kom 1975 fékk þessi nafnið Kristbjörg II ÞH 244. Árið 1980 keypti Korri hf. Sigurberg GK 212 sem fékk nafnið Geiri Péturs ÞH 344. Þá var Kristbjörg II ÞH 244 seld en ekki fór hún langt. 

Synir Olgeirs, Aðalgeir og Egill keyptu bátinn og nefndu Skálaberg ÞH 244. Þeir gerðu hann út til ársins 1985 að þeir stækkuðu við sig og Skálabergið selt til Flateyrar eftir að hafa verið 16 ár í flota Húsvíkinga.

Á Flateyri fékk báturinn nafnið Jónína ÍS 93 en síðar bar hann nöfnin Ver NS 400, Bára SH 27, Bára II SH 227, Bára ÍS 364, Bára ÁR 21, Bára RE 31 og að lokum Fanney RE 31.

Fanney RE 31, Reykjavík var tekinn af skipaskrá 5. maí 2009.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd