
Seljavík BA 11 sem hér liggur við bryggju í Reykjavík hét upphaflega Magnús EA 25 og hafði heimahöfn í Grímsey.
Báturinn var smíðaður árið 1972 í Bátalóni fyrir Sigfús Jóhannesson.
Árið 1991 fékk báturinn nafnið Björn EA 22 og var áfram með heimahöfn í Grímsey.
Það var svo árið 1998 sem báturinn var seldur frá Grímsey og fékk nafnið Seljavík BA 112 með heimahöfn á Patreksfirði.
Seljavík var tekin af skipaskrá vorið 2004.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.