
Jón Steinar tók þessar myndir af dragnótabátnum Margréti GK 27 rétt fyrir utan Grindavík í byrjun vikunnar.
Margrét hét áður Ísey EA 40 en upphaflega Langanes ÞH 321 og var smíðaður hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar h/f árið 1976. Hann var fjórði báturinn sem stöðin smíðaði í þessum stærðarflokki en hann mældist 101 brl. að stærð. Hann mælist 160 BT í dag.
Báturinn hefur borið nöfnin Farsæll SH 30, Ársæll SH 88, Egill Halldórsson SH 2, Gulltoppur GK 24, Kristbjörg ÁR 11, Ísey ÁR 11, Ísey EA 40 og nú Margrét GK 27.




Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution