Aðalvík KE 95

971. Aðalvík KE 95 ex Eldeyjarboði GK 24. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Aðalvík KE 95 liggur hér við bryggju í Njarðvík um árið og sjá má glitta í Njarðvík KE 93 fyrir aftan hana.

Við hina bryggjuna er Ágúst Guðmundsson GK 95.

Aðalvík var smíðuð í Boizenburg í Þýskalandi árið 1965 og hét upphaflega Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 102.

Annars er miðin frá félaga Hauk á Dalvík svona:

0971….Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 25. TF-FI. IMO-nr. 6617984. Skipasmíðastöð: V. E. B. Elbe Werft. G.m.b.H. Boizenburg. 1965. 1966 = Lengd: 31,56. Breidd: 7,22. Dýpt: 3,61. Brúttó: 264. Smíðaður eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Mótor 1965 Lister 660 hö. Ný vél 1983 Mirrlees Blackstone 530 kw. 720 hö. 

Nöfnin sem ég hef: Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 102. – Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 364. – Boði KE 132. – Boði GK 24. – Eldeyjar Boði GK 24. – Aðalvík KE 95. – Sævík GK 257. – Valur ÍS 82. – Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 25. – Fram ÍS 25. Seldur í brotajárn til Belgíu júlí. 2014. 84. Kristbjörg VE 71 dró Fram með sér til Belgíu.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd