Heimaey VE 1 kom til heimahafnar í morgun

3060. Heimaey VE 1 ex Pathway PD 165. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson 2025.

Heimaey VE 1, hið nýja uppsjávarveiðiskip Ísfélagsins, kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í morgun.

Blíðskaparveður var í Vestmannaeyjum í morgun eins og þessi mynd Tryggva sýnir og ekki amaleg byrjun á Sjómannadagshelginni.

Skipið, sem áður hét Pathway PD 165, er allt hið glæsilegasta en það var smíðað hjá Karstensen skipasmíðastöðinni í Skagen árið 2017.

Ísfélagið hf. keypti skipið af Lunar Fishing Company Limited í Skotlandi en heimahöfn þess var Peterhead.

Heimaey VE 1 er 78 metrar að lengd og breidd hennar er 15,5 metrar. Skipið mælist 2,935 BT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd