
Jón Steinar tók þessar myndir af togaranum Huldu Björnsdóttur GK 11 þegar hún hélt til veiða frá Grindavík í dag.
Það er útgerðarfélagið Ganti ehf í Grindavík sem á og gerir togarann út en hann var smíðaður hjá skipasmíðastöðinni Astilleros Armon í Gijon á Spáni norðanverðum.
Hulda Björnsdóttir GK 11 er 1,864 BT að stærð. lengd hennar er 57,91 metrar og breiddin 13,59 metrar.




Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution