Hawkerinn GK 64

7432. Hawkerinn GK 64 ex Binna GK 64. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2025.

Hér lætur Hawkerinn GK 64 reka á skakinu úti fyrir Hópsnesinu á dögunum en báturinn er með heimahöfn í Garðinum.

Upphaflega hét báturinn Bjarney ÍS 204 frá Flateyri og var smíðaður hjá Trefjum í Hafnarfirði árið 1995.

Árið 1999 er heimahöfnin orðin Bolungarvík en ári síðar er Bjarney seld til suður á land og fær nafnið Dofri ÁR 5 og heimahöfnin Selfoss.

2003 fékk báturinn nafnið Sigurbjörg ST 39 með heimahöfn á Drangsnesi.

Árið 2005 fékk báturinn nafnið Magnús GK 64 með heimahöfn í Sandgerði sem breyttist ári síðar í Garð.

2020 fékk báturinn nafnið Binna GK 64 og er enn skráður með heimahöfn í Garði.

Það var svo í fyrra sem hann fékk núverandi nafn og heimahöfnin í Sandgerði. Eigandi er Sjávarstraumur ehf.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd