
Hér er Ólafur GK 133, nýjasti strandveiðibátur Grindvíkinga, á skaki úti fyrir Hópsnesi við Grindavík í gær en Eiríkur Dagbjartsson gerir hann út í gegnum fyrirtæki sitt Grindjáni ehf.
Ólafur GK 133 hét upphaflega Aðalbjörg Þorsteinsdóttir HF 33 og var smíðaður hjá Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði árið 1992.
Báturinn hefur í gegnum tíðina borið nöfnin Aðalbjörg Þorsteinsdóttir HF 33, Fanney SH 248 skráður í Ólafsvík, Fjóla EA 200, Hafdís EA 97, Hafdís GK 41, Hafdís ÍS 62, Vilborg EA 21, Hafdís ÍS 35 og Ólafur GK 133.




Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution