
Njörður KÓ 7 kemur hér að landi í Sandgerði um árið en hann var smíðaður á Bátaverkstæði Gunnlaugs og Trausta á Akureyri 1975 og hét upphaflega Vinur SH 140.
Árið 1976 fékk Vinur, sem er 30 brl. að stærð, nýja heimahöfn á Hólmavík og varð ST 28.
Árið 1978 fékk báturinn nafnið Heiðrún EA 28 með heimahöfn á Árskógsströnd. Sex árum síðar var hann seldur til Keflavíkur þar sem hann fékk nafnið Arnar KE 260.
Árið 1988 fékk báturinn nafnið Haförn KE 14 og enn er heimahöfnin í Keflavík. Árið 1999 varð Haförnin KE 15 um tíma en var síðan seldur til Hafnarfjarðar þar sem hann fékk nafnið Fiskir HF 51.
Árið 2002 fékk báturinn nafnið Njörður KÓ 7 með heimahöfn í Kópavogi og sjö árum síðar var hann aftur kominn á Suðurnesin. Nú sem Salka GK 79 með heimahöfn í Sandgerði.
Frá árinu 2016 hefir heitir báturinn borið nafnið Andvari og er hvalaskoðunarbátur á Húsavík.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.