IMO 9927433. Misje Verde. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2025. Flutningaskipið Misje Verde er í höfn á Húsavíkur þar sem skipað er upp hráefnisfarmi fyrir kísilver PCC á Bakka. Misje Verde var smíðað á Sri Lanka árið 2023 og siglir undir norsku flaggi. Heimahöfn skipsins er Bergen. Skipið er 89,5 metra langt, breidd þess er 15,4 metrar … Halda áfram að lesa Misje Verde á Húsavik
Day: 8. apríl, 2025
Smári SH 221
778. Smári SH 221 ex Smári RE 59. Ljósmynd Þorgrímur Aðalgeirsson. Á þessari mynd Þorgríms Aðalgeirssonar gefur að líta Smára SH 221 í slipp en hann var upphaflega ÞH 59. Smári var smíðaður í Skipasmíðastöð Hafnarfjarðar hf. árið 1949 og var 63 brl. að stærð. Hann var smíðaður fyrir Vísi hf. Húsavík sem gerði bátinn … Halda áfram að lesa Smári SH 221
Rakel María ÍS 199
2086. Rakel María ÍS 199. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Rakel María ÍS 199 frá Bolungarvík siglir hér út úr höfninni í Keflavík um árið en hún var smíðuð í Noregi árið 1990. Báturinn, sem er 9,45 BT að stærð, hefur borið ýmis nöfn í gegnum tíðina en heitir í dag Eva Björt ÍS 86 og er … Halda áfram að lesa Rakel María ÍS 199
Kap VE 4
Kap VE 4 ex Kap II VE 7. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson 2025. Netabáturinn Kap VE 4 kemur hér úr róðri í síðustu viku en hún er eini báturinn sem gerður er út til netaveiða frá Vestmannaeyjum þessa vertíðina. Kap hét upphaflega Óskar Magnússon AK 177 var smíðaður í Stálvík árið 1967 fyrir Þórð Óskarsson hf. á Akranesi. … Halda áfram að lesa Kap VE 4



