
Þess mynd var tekin á Akureyri um helgina og sýnir tvo báta og einn togara sem eiga það sameiginlegt að hafa átt heimahöfn á Húsavík.
Þetta eru Máni frá Dalvík, Haförn ÞH 26 og Sóley Sigurjóns GK 200 sem er með heimahöfn í Garðinum.
Haförn er enn gerður út frá Húsavík en skráður með heimahöfn á Grenivík. Máni hét Alli Júl ÞH 5 þegar hann var á Húsavík og Sóley Sigurjóns bar nafnið Júlíus Havsteen ÞH 1.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution