Friðrik Sigurðsson ÁR að draga netin

1084. Friðrik Sigurðsson ÁR 17 ex Jóhann Friðrik ÁR 17. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2025.

Jón Steinar tók þessar myndir í dag en þær sýna Friðrik Sigurðsson ÁR 17 þar sem hann var að draga netin úti fyrir Straumsvík.

Það var ekki að sjá annað á myndunum en það væri mjög gott fiskirí og fiskurinn virkilega vænn.

Hér má lesa nánar um bátinn sem hét upphaflega Halldór Sigurðsson SK 3 með heimahöfn á Hofsósi.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd