Hafrún HU að veiðum á Húnaflóa

530. Hafrún HU 12 ex Bliki HF 72. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2025.

Jón Steinar Sæmundsson tók þessar myndir í gær en þær sýna dragnótabátinn hafrúnu HU 12 við dragnótaveiðar á Húnaflóa.

Hafrún hét upphaflega Gjafar VE 300 og var smíðuð í Zaandam í Hollandi árið 1956.

Árið 1960 fékk báturinn Hafrúnarnafnið og varð GK 90, síðar SH 204 og árið 1980 var báturinn keyptur til Skagastrandar og fékk Hafrún HU 12.

Á árunum 2000-2055 bar báturinn nafnið Bliki, fyrst BA 72 og síðar HF 72, en fékk aftur sitt gamla nafn árið 2006.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd