Guðborg NS 336

2358. Guðborg NS 336 ex Von SK 25. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2025.

Guðborg NS 336 frá Vopnafirði kom til Húsavíkur í dag og voru þessar myndir teknar þá.

Guðborg hét upphaflega Garri BA 90 og var af gerðinni Víkingur 800 smíðaður hjá Bátagerðinni Samtak árið 1999. Heimahöfn Tálknafjörður.

Árið 2003 var Garri BA 900 um tíma en sama ár fékk hann nafnið Von SK 25 með heimahöfn í Haganesvík.

Árið 2012 varð heimahöfn bátsins Sauðárkrókur en frá árinu 2014 hefur hann heitið Guðborg NS 336 með heimahöfn á Vopnafirði,

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd