
Netabáturinn Addi afi GK 37 hafði nýlokið við að draga netin í morgun rétt fyrir utan Njarðvík þegar Jón Steinar tók þessar myndir.
Báturinn hét upphaflega Jón Páll BA 133 og var smíðuð í Bátagerðinni Samtak árið 2006.
Árið 2008 fékk báturinn nafnið Landey SH 31 og hét svo til ársins 2012 með heimahöfn í Stykkishólmi.
Þá fór báturinn ti Grímseyjar þar sem hann fékk nafnið Kolbeinsey EA 252.
Frá árinu 2018 til 2021 hét báturinn Alli GK 37 en hefur upp frá því borið nafnið Addi Afi GK 37 með heimahöfn í Sandgerði.



Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution