
Sigurður Bjarnason GK 100 hét upphaflega Guðrún Þorkelsdóttir SU 211 frá Eskifirði.
Báturinn var smíðaður fyrir Eskifirðinga árið 1959 og fór smíðin fór fram Skaalurens Skibsbyggeri í Rosendal í Noregi.
Guðrún Þorkelsdóttir, sem hafði verið lengd árið 1966, var seld frá Eskifirði árið 1967 og fékk nafnið Ásgeir Kristján ÍS 103 með heimahöfn í Hnífsdal.
Þaðan fór báturinn til Hornafjarðar árið 1970 og fékk nafnið Bergá SF 3. Í ársbyrjun var Bergá seld til Vestmannaeyja þar sem báturinn fékk nafnið Stígandi VE 77.
Árið 1980 er Stígandi keyptur norður á Ólafsfjörð þar sem hann fékk nafnið Kristinn ÓF 30.
Það var svo þrem árum síðar sem báturinn fékk nafnið sem hann ber á myndinni og heimahöfn hans Garður.
Sigurður Bjarnason fór í úreldingu árið 1987.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution