Sigurður Bjarnason GK 100

68. Sigurður Bjarnason GK 100 ex Kristinn ÓF 30. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson.

Sigurður Bjarnason GK 100 hét upphaflega Guðrún Þorkelsdóttir SU 211 frá Eskifirði.

Báturinn var smíðaður fyrir Eskifirðinga árið 1959 og fór smíðin fór fram Skaalurens Skibsbyggeri í Rosendal í Noregi.

Guðrún Þorkelsdóttir, sem hafði verið lengd árið 1966, var seld frá Eskifirði árið 1967 og fékk nafnið Ásgeir Kristján ÍS 103 með heimahöfn í Hnífsdal.

Þaðan fór báturinn til Hornafjarðar árið 1970 og fékk nafnið Bergá SF 3. Í ársbyrjun var Bergá seld til Vestmannaeyja þar sem báturinn fékk nafnið Stígandi VE 77.

Árið 1980 er Stígandi keyptur norður á Ólafsfjörð þar sem hann fékk nafnið Kristinn ÓF 30.

Það var svo þrem árum síðar sem báturinn fékk nafnið sem hann ber á myndinni og heimahöfn hans Garður.

Sigurður Bjarnason fór í úreldingu árið 1987.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd