Bergur VE 44

968. Bergur VE 44 ex Bergur II VE 144. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson.

Bergur VE 44 kemur héð drekkhlaðinn til hafnar í Vestmannaeyjum um árið en hann hét upphaflega Krossanes SU 320.

Krossanes var smíðað árið 1964 fyrir Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. í Boizenburg í Austur-Þýskalandi.

Krossanes var selt til Keflavíkur árið 1970 þar sem það fékk nafnið Hilmir KE 7.

Sumarið 1974 fékk báturinn nafnið Bjarni Ásmundar ÞH 197 en haustið 1975 fékk hann aftur nafnið Hilmir KE 7.

Hilmir var seldur til Vestmannnaeyja árið 1977 þar sem hann fékk fyrst nafnið Bergur II VE 144 og síðar Bergur VE 44.

Árið 1978 var Bergur lengdur og yfirbyggður g mældist eftir það 243 brl. að stærð.

Í októbermánuði 1989 var Bergur seldur norður á Árskógssand þar sem hann fékk nafnið Arnþór EA 16.

Vorið 1996 var báturinn keyptur aftur til Vestmannaeyja þar sem hann fékk nafnið Glófaxi VE 300

Árið 2017 keypti Vinnslustöðin Glófaxa og fékk hann nafnið Sleipnir VE 83 sem var síðasta nafn bátsins.

Sleipnir VE 83 fór til Belgíu í brotajárn síðla sumars árið 2019.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd