Farsæll SH 30

1458. Farsæll SH 30 ex Langanes ÞH 321. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Farsæll SH 30 frá Grundarfirði dregur hér netin á Breiðafirði um árið, sennilega 1983.

Báturinn hét upphaflega Langanes ÞH 321 og var smíðaður hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar h/f árið 1976.

Í ágústmánuði 1978 voru höfð bátaskipti sem leiddu til þess að Langanes ÞH 321 varð Farsæll SH 30 frá Grundarfirði. Farsæll SH 30 (586) sem upphaflega hét Guðbjörg ÍS 46 fór til Þórshafnar og fékk nafnið Langanes ÞH 321.

Um bátinn, sem ber nafnið Margrét GK 27 í dag, má lesa nánar hér en hann bar síðast nafnið Ísey EA 40.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd