
Snæfugl SU 20 hét upphaflega Guðbjörg ÍS 46 og var smíðuð fyrir Hrönn hf. á Ísafirði árið 1974.
Smíðin fór fram hjá Flekkefjord Slipp og Maskinfabrikk í Noregi og kom Guðbjörg til heimahafnar á Ísafirði 20. mars 1974.
Árið 1981 fékk togarinn það nafn sem hann ber á myndinni, Snæfugl SU 20, og heimahöfn hans Reyðarfjörður.
Þegar nýr Snæfugl SU 20 kom í flotann í ársbyrjun 1989 var þessi seldur til Grindavíkur þar sem hann fékk nafnið Gnúpur GK 11.
Gnúpur GK 11 var seldur úr landi árið 1994.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution