Margrét við Oddeyrarbryggju í dag

3038. Margrét EA 710 ex ex Christina S FR 224. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2024.

Margrét EA 710, uppsjávarveiðiskip Samherja, hefur legið við Oddeyrarbryggju á Akureyri að undanförnu og var þessi mynd af henni tekin í dag.

Samherji keypti skipið frá Skotlandi í marsmánuði 2023 en þar bar það nafnið Christina S.

Margrét EA 710 er 2,411 GT að stærð, lengd skipsin er 72 metrar og breiddin 15 metrar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd