Eyborg EA 59

217. Eyborg EA 59 ex Sæunn Sæmundsdóttir ÁR 60. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Eyborg EA 59 frá Hrísey er hér á rækjumiðunum fyrir Norðurlandi um árið en þarna var hún að taka japanskan eftirlitsmann með í land sem hafði verið um borð í Geira Péturs ÞH 344.

Eyborg hét upphaflega Vattarnes SU 220 og var gerð út frá Eskifirði. Báturinn var smíðaður í Noregi árið 1960 og mældist 150 brl. að stærð.

Vattarnes var selt til Neskaupstaðar árið 1964 og fékk nafnið Björg NK 103. Báturinn var lengdur árið 1966 og mældist þá 197 brl. að stærð.

Í nóvember árið 1974 var báturinn seldur til Eyrarbakka þar sem hann fékk nafnið Sólborg ÁR 15. árið 1978 var báturinn endurmældur og mældist þá 148 brl. að stærð.

Seldur til Þorlákshafnar í desembermánuði árið 1978 og fékk þá nafnið Ölduberg ÁR 18. Tæpu ári síðar var báturinn seldur innanbæjar í Þorlákshöfn og fékk nafnið Sæunn Sæmundsdóttir ÁR 60.

Það var svo árið 1986 sem báturinn var keyptur norður í Hrísey þar sem hann fékk nafnið Eyborg EA 59.

Báturinn vék af skipaskrá fyrir nýja Eyborgu sem smíðuð var í Portúgal og kom til landsins vorið 1994.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd