Wilson North siglir inn Hvalfjörð

IMO 9430947. Wilson North. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2024. Flutningaskipið Wilson North siglir hér inn Hvalfjörðinn á dögunum á leið sinni að Grundartanga. Skipið, sem er 123 metrar á lengd, 16 metra breitt og mælist 6,118 GT að stærð. Wilson North var smíðað árið 2010 og siglir undir Maltnesku flaggi með heimahöfn í Walletta. Með því að smella á … Halda áfram að lesa Wilson North siglir inn Hvalfjörð

Sæberg SU 9

252. Sæberg SU 9 e Guðrún Þorkelsdóttir SU 211. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson. Sæberg SU 9 hét upphaflega Jón Kjartansson SU 111 frá Eskifirði og var smíðaður fyrir samnefnt hlutafélag árið 1963. Smíðin fór fram í Noregi og var báturinn 278 brl. að stærð. Snemma sumars 1971 fékk báturinn nafnið Guðrún Þorkelsdóttir í skamman tíma en … Halda áfram að lesa Sæberg SU 9