Hulda Björnsdóttir GK 11 afhent í dag

3027. Hulda Björnsdóttir GK 11. Ljósmynd Þorbjörn hf. 2024.

Það var stór dagur í skipasmíðastöðinni í Gijón á Spáni í dag þegar Hulda Björnsdóttir GK 11 var afhent Þorbirni hf. að viðstöddum fulltrúum Þorbjarnar og skipasmíðastöðvarinnar Astilleros Armon.

Frá þessu segir á Fésbókarsíðu fyrirtækisins sem veitti góðfúslegt leyfi til að myndbirtingar hér.

Þar segir jafnframt:

Togarinn er 58 metra langur, 13,6 metra breiður og búinn nýjustu tækni þegar kemur að vinnslu, meðhöndlun og kælingu afla ásamt því að vistarverur áhafnarinnar verða allar til fyrirmyndar.

Hönnun skipsins er framúrstefnuleg að því leiti að vél, stærð skrúfu og skrokklagið miðar allt að því að draga úr olíunotkun skipsins og skila jafnframt mikilli togspyrnu. Sjó- og veiðarfæraprófanir eru afstaðnar og gengu mjög vel.

Nú er unnið að því að gera skipið klárt til heimferðar og gert er ráð fyrir að Hulda Björnsdóttir GK 11 sigli í heimahöfn í Grindavík í næstu viku.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd