
Skemmtiferðaskipið Aazmara Journey kom næstum því til Húsavíkur sumarið 2023 og lesa má um og skoða myndir af hér.
En í dag lá skipið í höfn í Malaga á Spáni og þessi mynd tekin þá.
Azamara Journey er 30,277 GT að stærð og siglir undir fána Möltu með heimahöfn í Walletta.
Lengd skipsins, sem smíðað var árið 2000, er 181 metrar og breidd þess tæpir 25,46 metrar.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution